Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju