Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík