Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.