Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði