Talningu lokið

28. mars 2018

Talningu lokið

Talningu atkvæða í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi lokið

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi. Kosið var milli þriggja frambjóðenda. Á kjörskrá voru 939 manns. Kosningaþátttaka var um 68%. Alls greiddu 642 atkvæði. Auðir seðlar voru tveir. Þau féllu þannig: Sr. Axel Árnason hlaut 89 atkvæði, sr. Eiríkur Jóhannsson, hlaut 246 atkvæði og sr. Kristján Björnsson hlaut 305 atkvæði. Samkvæmt því hlaut enginn meirihluta greiddra atkvæða og verður kosið að nýju á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu þ.e. sr. Eiríks og sr. Kristjáns.

Myndir með frétt

  • Embætti

  • Kosningar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði