Einarsvaka

5. apríl 2018

Einarsvaka

Einarsvaka er hátíð í Heydalakirkju í Breiðdal á vori. Þar er sr. Einars Sigurðssonar, prests og sálmaskálds í Eydölum (1590-1627), minnst með vandaðri dagskrá. Nú verður hátíðin n.k. sunnudag 8. apríl kl. 14.00. Hákon Hansson, dýralæknir og oddviti, í Breiðdal flytur hátíðarræðu, kirkjukórinn undir stjórn Daníels Arasonar syngur sálma eftir sr. Einar og hans verður einnig minnst með upplestri sagna og ljóða sem tengjast ævi hans. Þá munu kirkjuvinir frá Færeyjum taka þátt með söng og kynningu. Þetta hafa verið fjölmennar samkomur. Verðugt er að minnast sr. Einars í Eydölum sem er á meðal helstu sálmaskálda kirkjusögunnar auk þess að vera ættfaðir þjóðarinnar, en talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til hans.
  • Auglýsing

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju