Einarsvaka

5. apríl 2018

Einarsvaka

Einarsvaka er hátíð í Heydalakirkju í Breiðdal á vori. Þar er sr. Einars Sigurðssonar, prests og sálmaskálds í Eydölum (1590-1627), minnst með vandaðri dagskrá. Nú verður hátíðin n.k. sunnudag 8. apríl kl. 14.00. Hákon Hansson, dýralæknir og oddviti, í Breiðdal flytur hátíðarræðu, kirkjukórinn undir stjórn Daníels Arasonar syngur sálma eftir sr. Einar og hans verður einnig minnst með upplestri sagna og ljóða sem tengjast ævi hans. Þá munu kirkjuvinir frá Færeyjum taka þátt með söng og kynningu. Þetta hafa verið fjölmennar samkomur. Verðugt er að minnast sr. Einars í Eydölum sem er á meðal helstu sálmaskálda kirkjusögunnar auk þess að vera ættfaðir þjóðarinnar, en talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til hans.
  • Auglýsing

  • Viðburður

Bjarni Gíslason í nýjum jakka frá Úganda

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda

28. mar. 2023
.....viðtal við Bjarna Gíslason framkvæmdastjóra
Evrópufundur LWF - mynd:LWF/Albin Hillert

Ályktun Evrópufundar Lútherska heimssambandsins

27. mar. 2023
.....samþykkt í Oxford á föstudaginn
Sr. Þuríður Björg fyrir miðri mynd-mynd LWF/Albin Hillert

Undirbúningsfundur fyrir Heimsþing Lútherska heimssambandsins

24. mar. 2023
.....viðtal við sr. Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur