Kjörstjórn þjóðkirkjunnar

12. apríl 2018

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar


Með vísan til 12. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017 tilkynnir kjörstjórn þjóðkirkjunnar að kosning til kirkjuþings fer fram frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á. Kosningin verður rafræn.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn.

Kjörstjórn hefur, á grundvelli 9. gr. fyrrgreindra starfsreglna, samið kjörskrá vegna kosninga til kirkjuþings. Á kjörskrá eru þeir sem uppfylltu skilyrði kosningarréttar hinn 1. apríl 2018, sbr. 6. gr. starfsreglnanna.

Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans sé á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill Þjóðskrár Íslands. Kjörskrá liggur enn fremur frammi á pappír kjósendum til sýnis á biskupsstofu og skrifstofum prófasta, sbr. 4. og 5. mgr. 9. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings.

Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en þremur sólarhringum áður en kosning hefst. Athugasemdir skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is

Reykjavík, 13. apríl 2018

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður.
  • Auglýsing

  • Kosningar

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð