Kjörstjórn þjóðkirkjunnar auglýsing

12. apríl 2018

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar auglýsing


Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017, ákveðið að síðari umferð kosninga til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 23. apríl til og með 7. maí 2018, en um er að ræða póstkosningu.

Eftirtaldir eru í kjöri:

Séra Eiríkur Jóhannsson,

Séra Kristján Björnsson.

Um kosningarrétt við kjör vígslubiskups er fjallað í 4., sbr. 3. gr. fyrrgreindra starfsreglan.

Sá sem telur sig eiga að vera á kjörskrá getur kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá, sjá nánar á vefsíðunni kirkjan.is. Við aðgang að vefsetrinu skal nota rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands

Reykjavík, 13. apríl 2018

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður.
  • Embætti

  • Kosningar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði