Tónleikar á fjórtán síðum

15. maí 2018

Tónleikar á fjórtán síðum

Tónleikar sendir út á fjórtán síðum samtímis

Vortónleikar sönghópsins Vox Felix, sem haldnir verða í Neskirkju í kvöld, verða sendir út samtímis á fjórtán samtengdum Facebook-síðum. Um er að ræða tilraunaútsendingu sem valdir kirkjusöfnuðir á SV-horni landsins standa að og er liður í því að vekja athygli á því fjölbreytta æskulýðs-, menningar- og mannræktarstarfi sem unnið er í kirkjum landsins.

Vox Felix þekkja margir, en sönghópurinn komst m.a. í úrslit í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Hann er skipaður ungu fólki af Suðurnesjum sem vakið hefur athygli fyrir kraftmikinn söng og líflega framkomu. Vox Felix hefur mikið sungið í messum og öðrum kirkjulegum athöfnum og heldur tónleika sína gjarnan í kirkju.

Útsendingin í kvöld er á vegum Leitandi.is, vefsíðu sem sett var á laggirnar til að fjalla um fólkið í kirkjusamfélaginu og það fjölbreytta starf sem það innir af hendi. Sá hópur telur þúsundir einstaklinga; fólk sem situr í sóknarnefndum, syngur í kirkjukórum, stýrir barna- og æskulýðsstarfi, veitir trúarlega aðstoð og sáluhjálp og sinnir rekstri safnaðarheimila sem m.a. hýsa félags- og mannúðarstarf af ýmsum toga. Leitandi.is er á ábyrgð Biskupsstofu, en ýmsir aðilar leggja hönd á plóginn við þróun síðunnar.

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og verða þeir sendir út á Facebook síðum Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Grindavíkurkirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Hvalsneskirkju, Keflavíkurkirkju, Kjalarnessprófastsdæmis, Leitanda, Njarðvíkurprestakalls, Víðistaðakirkju, Vídalínskirkju og Þjóðkirkjunnar. Þá verður einnig sent út á síðu Vox Felix og á Leitandi.is.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorvarður Goði Valdimarsson

Verkefnastjóri

s. +354 774 2299

Ljósmynd: vf.is
  • Auglýsing

  • Tónlist

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju