Talningu lokið í kjöri til vígslubiskups

19. maí 2018

Talningu lokið í kjöri til vígslubiskups

Talningu kjörstjórnar í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi er lokið

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi. Kosið var milli tveggja frambjóðenda, sr. Eiríks Jóhannssonar og sr. Kristjáns Björnssonar. Á kjörskrá voru 939 manns. Kosningaþátttaka var um 73%. Alls greiddu 682 atkvæði þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógildir. Úrslit urðu þannig að sr. Eiríkur Jóhannsson hlaut 301 atkvæði eða 44% og sr. Kristján Björnsson hlaut 371 atkvæði eða 54 %.
  • Embætti

  • Kosningar

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju