Messuþjónahátíð í Reykjavík

22. maí 2018

Messuþjónahátíð í Reykjavík

Messuþjónahátíð í Reykjavík – messuþjónar velkomnir!

Prófastar Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra bjóða messuþjónum til hátíðar þriðjudaginn 29. maí nk. sbr. boðið hér fyrir neðan:

Til messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum:

Verið öll hjartanlega velkomin á messuþjónahátíð í Safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 20 – 22.

Við munum beina sjónum að söng, lofgjörð og útgáfu nýju sálmabókarinnar á þessu kvöldi. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Steinar Logi Helgason og séra Jón Helgi Þórarinsson munu fjalla um efnið.

Gítarinn verður tekinn fram, rykið dustað af hristunum og píanóið sett í gang, sungið og klappað.

Góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Við viljum hvetja ykkur til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Við prófastarnir hlökkum til að sjá ykkur og viljum með þessari samveru láta í ljós örlítinn þakklætisvott fyrir trúfasta messuþjónustu ykkar.

Gísli Jónasson
Helga Soffía Konráðsdóttir

  • Auglýsing

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju