Messuþjónahátíð í Reykjavík

22. maí 2018

Messuþjónahátíð í Reykjavík

Messuþjónahátíð í Reykjavík – messuþjónar velkomnir!

Prófastar Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra bjóða messuþjónum til hátíðar þriðjudaginn 29. maí nk. sbr. boðið hér fyrir neðan:

Til messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum:

Verið öll hjartanlega velkomin á messuþjónahátíð í Safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 20 – 22.

Við munum beina sjónum að söng, lofgjörð og útgáfu nýju sálmabókarinnar á þessu kvöldi. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Steinar Logi Helgason og séra Jón Helgi Þórarinsson munu fjalla um efnið.

Gítarinn verður tekinn fram, rykið dustað af hristunum og píanóið sett í gang, sungið og klappað.

Góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Við viljum hvetja ykkur til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Við prófastarnir hlökkum til að sjá ykkur og viljum með þessari samveru láta í ljós örlítinn þakklætisvott fyrir trúfasta messuþjónustu ykkar.

Gísli Jónasson
Helga Soffía Konráðsdóttir

  • Auglýsing

  • Viðburður

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.