Pílagrímaganga

22. maí 2018

Pílagrímaganga

Pílagrímaganga frá Strandarkirkju í Skálholt

Þann 27. maí 2018 verður fyrsti pílagrímadagur göngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið er frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn. Prestarnir sr. Axel Á Njarðvík og sr. Eiríkur Jóhannsson leiða fyrstu gönguna.

Þátttakendur mæta því á áfangastað göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar. Ganga þarf frá skráningu og greiðslu fyrir kl. 15, fimmtudag fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í þessa göngu, að öllu leyti.

Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagni við að temja sér hugarfar pílagrímsins og til að undirbúa sig undir pílagrímagöngur erlendis. Helgihald, kyrrð, samtal og ganga með sjálfum sér marka pílagrímagöngurnar, enda þarf hver lengst með sjálfum sér að fara,.

Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt.

Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimagongur.is.
  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði