Kirkjuþing unga fólksins ályktaði

8. júní 2018

Kirkjuþing unga fólksins ályktaði

Laugardaginn 26. maí, fór fram á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Kirkjuþing Unga Fólksins.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leiddi helgistund við setningu kirkjuþingsins. Forseti kirkjuþings, Magnús E. Kristjánsson flutti ávarp og setti kirkjuþing unga fólksins. Á þinginu voru samankomin ungmenni úr öllum prófastsdæmum, frá KFUM/KFUK og ÆSKÞ. Forseti þings var kosin Berglind Hönnudóttir, en hún kemur úr Kjalarnesprófastsdæmi.

7 mál voru á dagsskrá þingsins,

1. Hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn.

2. Aðskilnaður ríkis og kirkju.

3. Umhverfismál kirkjunnar, útrýming einnota plastmála.

4. Pappírslaust Kirkjuþing.

5. Tillaga til þingsályktunar um breytingu á 7. gr í starfsreglum um Kirkjuþing unga fólksins, um breytingu á þingsköpum Kirkjuþings unga fólksins.

6. Tillaga til þingsályktunar um breytingu á 4. gr í starfsreglum um Kirkjuþing unga fólksins, um skipan og skiptingu fulltrúa á Kirkjuþingi unga fólksins.

7. Breytingartillaga til þingsályktunar um breytingu á 1. gr í starfsreglum um Kirkjuþing unga fólksins, um fjölgun þingdaga Kirkjuþings unga fólksins úr einum í tvo.

Allar tillögur fengu brautargengi og voru sendar áfram í nefndarvinnu sem þátttakendur á þinginu unnu í fram eftir degi.

Berglind Hönnudóttir var kosin fulltrúi Kirkjuþings unga fólksins á hinu almenna Kirkjuþingi sem fram fer næsta haust.

Kirkjuþing unga fólksins er ætlað það hlutverk að gefa ungu fólki tækifæri til að móta framtíð kirkjunnar sinnar. Áhugi unga fólksins til þess enduspeglaðist í fyrsta máli þingsins sem áréttaði 7. mál hins almenna kirkjuþings 2017, sem lagt var fram af biskupi Íslands og samþykkt, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir „20% ungmennaþátttöku á öllum stigum með því að tryggja aðkomu og atkvæðisrétt ungs fólks við ákvörðunartöku, stefnumótun og skipulag.”

Streymt var beint frá þinginu á facebook, sjá hér:
  • Þing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju