Þriðja dagleið pílagrímagöngunnar

18. júní 2018

Þriðja dagleið pílagrímagöngunnar

Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá Laugardælakirkju. Síðan verður keyrt á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar.

Gengið er frá Eyrarbakkakirkju um 14 km leið með viðkomu í Kaldaðarnesi og árbakki Ölfusár þræddur til Selfosskirkju og síðan áfram í Laugardælakirkju undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, föstudaginn 22. júní. Ferðin kostar 3.000 krónur á mann. Gjaldið er fyrst og fremst til að greiða fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í gönguna.

Gönguferð pílagrímsins er ganga inn á við, inn í sálina og hún er því helsti samferðarmaður pílagríma. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í vitunarvakningu pílagrímsins og að valdefla hinn nýja mann sem fer á fætur hvern dag sem lifað er. Þessar ferðir gætu því komið að gagni við að temja sér breytt hugarfar og til að undirbúa sig undir pílagrímagöngur erlendis. Helgihald, kyrrð, samtal og að ganga með sjálfum sér, marka pílagrímagöngurnar. Hver pílagrímur ferðast lengst af einn síns liðs.

Allir eru velkomnir til þátttöku.

Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt.

Umsjónarmaður er Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða á tölvupóstfanginu axel.arnason@kirkjan.is.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimagongur.is.
  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju