Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir ákvörðun Bandaríkjastjórnar

20. júní 2018

Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir ákvörðun Bandaríkjastjórnar

Fréttatilkynning frá Hjálparstarfi kirkjunnar

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi fordæmir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum við landamærin við Mexíkó þegar fólk leitar til landsins í hælis- eða atvinnuleit án tilskilinna leyfa.

Aðskilnaður barna við foreldra sína brýtur í bága við alþjóðleg lög um vernd og öryggi barna jafnt sem almennt siðgæði. Hjálparstarfið hvetur stjórnvöld á Íslandi eindregið til að mótmæla þessum aðgerðum við Bandaríkjastjórn.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
  • Ályktun

  • Hjálparstarf

  • Hjálparstarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju