Starf organista við laust til umsóknar

29. júní 2018

Starf organista við laust til umsóknar

Um er að ræða 100% starf við kirkjurnar í Norðfjarðarprestakalli og Eskifjarðarprestakalli. Starfið skiptist í 60% stöðu í Norðfjarðarprestakalli og 40% stöðu í Eskifjarðarprestakalli.

Í Norðfjarðarprestakalli eru Norðfjarðarkirkja og Mjóafjarðarkirkja, organistinn stýrir kór Norðfjarðarkirkju, stjórn og þjálfun barnakórs og annast orgelleik í helgihaldi og safnaðarstarfi.

Í Eskifjarðarprestakalli er starf organista við Eskifjarðarkirkju, þjálfun og stjórn kórs Eskifjarðarkirkju, stjórn og þjálfun barnakórs, orgelleikur í helgihaldi og safnaðarstarfi.

Orgel Norðfjarðarkirkju er 17 radda pípuorgel frá árinu 1992, smíðað af danska orgelsmiðnum C.A. Bruhn og orgel Eskifjarðarkirkju er 56 radda rafmagnsorgel af Johannus gerð.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur menntun og reynslu í kirkjutónlist og hefur metnað og áhuga fyrir að efla kórstarf á svæðinu.

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH og vísan til starfsreglna þjóðkirkjunnar um kirkjutónlist: nr. 1074/2017.

Umsóknarfestur er til 15. Júli 2018. Athugið framlengdan umsóknarfrest frá fyrri auglýsingu.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018.

Umsókn ásamt námsferli, afritum af prófskírteinum og upplýsingum um starfsreynslu skal skila til formanns sóknarnefndar Norðfjarðarprestakalls Guðjóns B. Magnússonar og á netfang gudjon@svn.is.

Einnig veita prestarnir Sr. Davíð Baldursson Eskifirði sími 863-2035, netfang davbal@simnet.is og Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson Neskaupstað sími 896-9878, netfang sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is upplýsingar um starfið.
  • Auglýsing

  • Tónlist

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði