Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju l

3. júlí 2018

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju l

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju og fleiri góðir gestir

Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar heldur áfram með frábæra dagskrá í vikunni.

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð kr. 2500.

Fimmtudaginn 5. júlí kl. 12 leikur organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum, Kitty Kovács, verk eftir Johann Sebastian Bach, Tournemire og hina undurfögru Vocalisu Rachmaninovs. Miðaverð kr. 2000.

Helgarorganisti vikunnar er hinn heimsþekkti Winfried Bönig aðalorganisti í Kölnardómkirkju, en það er ein eftirsóttasta organistastaða í heiminum. Laugardaginn 7. júlí kl. 12 leikur hann verk eftir Vierne, Herbert Howells ásamt Prelúdíu og fúgu í a-moll eftir Bach og Battagliu eftir Johann Caspar Kerll. Miðaverð kr. 2.000.

Á aðaltónleikum vikunnar, sunnudaginn 8. júlí kl. 17, leikur Winfried Bönig svo verk eftir Karg-Elert, Widor, Chaconne í d-moll eftir Bach og auk þess hið fræga Adagio eftir Samuel Barber. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is.
  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju