Biskup Íslands vísiterar í Melstaðarprestakalli

9. ágúst 2018

Biskup Íslands vísiterar í Melstaðarprestakalli

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands hefur undanfarið verið að vísitera í Melstaðarprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Farið var í 6 kirkjur og haldnar voru helgistundir í öllum, auk messa í tveimur.

„Ég er búin að vera að hitta fulltrúa sóknarnefnda og fleira kirkjufólk,” sagði Agnes. „Maður verður var við bæði mikla væntumþykju og velvild gangvart kirkjunum og þakklæti fyrir starfið sem þar fer fram.”

Vísitasían hófst á laugardaginn 4. ágúst og lauk þriðjudaginn 7. Farið hefur verið yfir starfið sem fer fram í sóknunum, ásamt ástandi kirkjuhúsa og fleira.

„Við áttum góðan fund á prestssetrinu á Melstað með fulltrúum allra sóknarnefnda og sr. Guðna Þór Ólafssyni og eiginkonu hans Guðrúnu Láru Magnúsdóttur,” sagði Agnes. „Það er dýrmætt að hitta allt þetta góða fólk sem er að þjóna kirkjunni á einn eða annan hátt í sínu heimahéraði.”

„Núna enda ég þessa ferð með að fara norður á Hólahátíð til að taka þátt í þeim viðburðum sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum er að halda. Ásamt því að eiga fyrst fund með nýjum vígslubiskup í Skálholti.”

Myndir með frétt

  • Biskup

  • Frétt

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní