Vísitasíu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði lokið

15. ágúst 2018

Vísitasíu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði lokið

Að lokinni vísitasíu biskups í Melstaðarprestakalli hófst vísitasía í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði. Hún stóð yfir frá 8.-10. ágúst. Sóknarpresturinn sr. Dalla Þórðardóttir er jafnframt prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í prestakallinu eru 7 sóknarkirkjur, á Miklabæ, Silfrastöðum, Flugumýri, Hofsstöðum, Reykjum, Mælifelli og í Goðdölum.

Agnes og Dalla

Vel var tekið á móti biskupi og fylgdarliði. Messað var í Goðdalakirkju en helgistundir á hinum kirkjunum. Í sumum þeirra voru organisti og kór mætt. Allt helgihaldið var auglýst.

Í ritinu „kirkjur Íslands“ sem segir frá friðuðum kirkjum á Íslandi og komið er út í 28 bindum er rakin saga kirknanna, kirkjugripanna og kirkjustaðanna. Nokkrar þeirra kirkna sem heimsóttar voru eru í þessari merku ritröð.

„Skagfirðingar í Miklabæjarprestakalli hugsa vel um kirkjurnar sínar og sýna þeim ræktarsemi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. „Allar eiga þær sína sögu og hefur ein þeirra m.a. verið flutt um set og sett á nýjan grunn þannig að nú er kjallari undir henni sem nýtist til samvera fyrir og eftir messu og þar fyrir utan.“

Einnig vakti athygli altaristaflan í Miklabæjarkirkju sem nefnist „kirkjan í sveitinni“ en hana hönnuðu og saumuðu konur í prestakallinu.


  • Biskup

  • Embætti

  • Heimsókn

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní