Krílasálmar og tónlistarsmiðja

16. ágúst 2018

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

29. ágúst stendur Fræðslusvið þjóðkirkjunnar fyrir námskeiðum fyrir kirkjustarfsfólk um notkun tónlistar í kirkjulegu starfi.

Annars vegar verður námskeið um Krílasálma og hins vegar tónlistarsmiðja til að kynna möguleika á notkun tónlistar í kirkjustarfi. Krílasálmar eru frábær tónlistanámskeið fyrir ungabörn og foreldra segir Guðný Einarsdóttir ein af leiðbeinendum á námskeiðinu.

Tónlistarsmiðjan er í höndum þeirra bræðra Markúsar og Birkis Bjarnasona sem hafa mikla reynslu af tónlistarsköpun í barna og æskulýðsstarfi. Fræðslusvið leggur áherslu á tónlist að þessu sinni enda er hún frábær viðbót við allt starf. Í gegnum tónlist getum við tjáð og upplifað margt sem erfitt er að segja með orðum.

Hér má sjá eitt lag sem þeir bræður settu saman og hefur slegið í gegn í æskulýðsstarfi. Textinn er Faðirvorið.

Sálmari - Faðir vor

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Námskeið

  • Fræðsla

  • Námskeið

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.