Krílasálmar og tónlistarsmiðja

16. ágúst 2018

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

29. ágúst stendur Fræðslusvið þjóðkirkjunnar fyrir námskeiðum fyrir kirkjustarfsfólk um notkun tónlistar í kirkjulegu starfi.

Annars vegar verður námskeið um Krílasálma og hins vegar tónlistarsmiðja til að kynna möguleika á notkun tónlistar í kirkjustarfi. Krílasálmar eru frábær tónlistanámskeið fyrir ungabörn og foreldra segir Guðný Einarsdóttir ein af leiðbeinendum á námskeiðinu.

Tónlistarsmiðjan er í höndum þeirra bræðra Markúsar og Birkis Bjarnasona sem hafa mikla reynslu af tónlistarsköpun í barna og æskulýðsstarfi. Fræðslusvið leggur áherslu á tónlist að þessu sinni enda er hún frábær viðbót við allt starf. Í gegnum tónlist getum við tjáð og upplifað margt sem erfitt er að segja með orðum.

Hér má sjá eitt lag sem þeir bræður settu saman og hefur slegið í gegn í æskulýðsstarfi. Textinn er Faðirvorið.

Sálmari - Faðir vor

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Námskeið

  • Fræðsla

  • Námskeið

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna