Krílasálmar og tónlistarsmiðja

16. ágúst 2018

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

29. ágúst stendur Fræðslusvið þjóðkirkjunnar fyrir námskeiðum fyrir kirkjustarfsfólk um notkun tónlistar í kirkjulegu starfi.

Annars vegar verður námskeið um Krílasálma og hins vegar tónlistarsmiðja til að kynna möguleika á notkun tónlistar í kirkjustarfi. Krílasálmar eru frábær tónlistanámskeið fyrir ungabörn og foreldra segir Guðný Einarsdóttir ein af leiðbeinendum á námskeiðinu.

Tónlistarsmiðjan er í höndum þeirra bræðra Markúsar og Birkis Bjarnasona sem hafa mikla reynslu af tónlistarsköpun í barna og æskulýðsstarfi. Fræðslusvið leggur áherslu á tónlist að þessu sinni enda er hún frábær viðbót við allt starf. Í gegnum tónlist getum við tjáð og upplifað margt sem erfitt er að segja með orðum.

Hér má sjá eitt lag sem þeir bræður settu saman og hefur slegið í gegn í æskulýðsstarfi. Textinn er Faðirvorið.

Sálmari - Faðir vor

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Námskeið

  • Fræðsla

  • Námskeið

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju