Krílasálmar og tónlistarsmiðja

16. ágúst 2018

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

Krílasálmar og tónlistarsmiðja

29. ágúst stendur Fræðslusvið þjóðkirkjunnar fyrir námskeiðum fyrir kirkjustarfsfólk um notkun tónlistar í kirkjulegu starfi.

Annars vegar verður námskeið um Krílasálma og hins vegar tónlistarsmiðja til að kynna möguleika á notkun tónlistar í kirkjustarfi. Krílasálmar eru frábær tónlistanámskeið fyrir ungabörn og foreldra segir Guðný Einarsdóttir ein af leiðbeinendum á námskeiðinu.

Tónlistarsmiðjan er í höndum þeirra bræðra Markúsar og Birkis Bjarnasona sem hafa mikla reynslu af tónlistarsköpun í barna og æskulýðsstarfi. Fræðslusvið leggur áherslu á tónlist að þessu sinni enda er hún frábær viðbót við allt starf. Í gegnum tónlist getum við tjáð og upplifað margt sem erfitt er að segja með orðum.

Hér má sjá eitt lag sem þeir bræður settu saman og hefur slegið í gegn í æskulýðsstarfi. Textinn er Faðirvorið.

Sálmari - Faðir vor

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Námskeið

  • Fræðsla

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju