Prestsvígsla í Dómkirkjunni

23. ágúst 2018

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 26.

Á sunnudaginn 26. ágúst verður prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir mag. theol. Arnór Bjarka Blomsterberg til prestsþjónustu í Tjarnaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi og cand. theol. Sveinbjörgu Katrínu Pálsdóttur til prestsþjónustu á landspítala háskólasjúkrahúsi.

Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Sigurður Arnarson, sr. Sigurður Jónsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem jafnframt lýsir vígslu.

Athöfnin hefst kl. 11 og eru allir velkomnir.
  • Biskup

  • Embætti

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju