Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar 2018

24. ágúst 2018

Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar 2018

Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar 2018 - myndLeikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í 32. sinn og byrjar á föstudeginum 31. ágúst Ísafjarðarkirkju, Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir setur stefnuna og sr. Magnús Erlingsson prófastur segir frá Vestfjarðarprófastsdæmi.. Laugardaginn 1. september verður framhald á Leikmannastefnu í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju.

Þar mun Guðmundur Þór Guðmundsson skrifstofustjóri á Biskupsstofu flytja erindið „Ný sýn“ og Einar Karl Haraldsson gjaldkeri Hallgrímssóknar segir frá sögunni endalausu um sóknargjöld.

Eftir hádegishlé flytur Hermann Björn Erlingson verkefnastjóri erindi „ Í faðmi upplýsingartækni“ og Björn Erlingsson segir okkur frá umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

Á Leikmannastefnu eiga setu fulltrúar safnaðarfólks í hverju prófastsdæmi landsins, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á Leikmannastefnu biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi og í kirkjuráði auk fulltrúa samtaka og félaga sem starfa á landsvísu innan þjóðkirkjunnar.

Dagskráin í heild sinni er eftirfarandi:

Föstudagur 31.ágúst 2018

09.00 Farið frá Hallgrímskirkju

12.30 Hólmavíkurkirkja skoðuð

Ísafjarðarkirkja

17.30 Setning Leikmannastefnunnar

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir

18.00 Ísafjarðarkirkja – Staðarkynning Sr. Magnús Erlingsson, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis og sóknarprestur Ísafjarðarprestakalls. Einnig verður farið í skoðunarferð og móttöku um Neðsta kaupstað í boði bæjarstjórnar Ísafjarðar.

21.00 Kvöldverður í Tjöruhúsinu í boði Vestfjarðarprófastsdæmis

Laugardagur 1. september 2018

Ísafjarðarkirkja, safnaðarheimili

09.30 Kosning fundarstjóra og skipun ritara

Skýrsla leikmannaráðs og reikningar

Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson

Umræður.

10.00 Ný sýn

Guðmundur Þór Guðmundsson skrifstofustjóri Biskupsstofu/kirkjuþingsmaður

Umræða

11.00 Sagan endalausa um sóknargjöld

Einar Karl Haraldsson, gjaldkeri Hallgrímssóknar

Opin umræða

12.00 Léttur hádegisverður – safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju

13.00 Í faðmi Upplýsingartækninnar

Hermann Björn Erlingsson, verkefnastjóri Biskupsstofu

Fyrirspurnir

Umræða

14.00 Umhverfisstefna Þjóðkirkjunnar, Björn Erlingsson

15.00 Kaffiveitingar

15.15 Ályktanir og önnur mál

15.30 Slit Leikmannastefnu

15.45 Umhverfisbíltúr ca. einn og hálfur tími

18.30 Hátíðarkvöldverður í Einarshúsi Bolungarvík

Sunnudagur 2 september 2018

11.00 Guðsþjónusta í Suðureyrarkirkju við Súgandafjörð

12.00 Brottför heim
  • Ráðstefna

  • Þing

  • Viðburður

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði