8. september 2018
Organistastefnan 2018
Norska tónskáldið Trond Kverno er gestur árlegrar Organistastefnu í Skálholti um helgina. Trond Kverno er með þekktustu og virtustu tónskáldum Norðurlandanna. Hann hefur samið mjög mikið af kirkjutónlist, bæði stór kórverk og sálma og í nýju norsku sálmabókinni eru 27 sálmar við lög hans.
Tónskáldið mun kynna verk sín fyrir íslenskum organistum og auk þess er Organistastefnan mikilvægur vettvangur til að efla kynni og samstarf meðal organista landsins.
Í tilefni af komu Tronds Kverno verður öll tónlistin í sunnudagsmessu Hallgrímskirkju 9. september eftir hann, og fá kirkjugestir sérstakt sálmablað svo þeir geti tekið vel undir í söngnum. Einnig verða flutt þrjú kórverk; Kristur Jesús sem við sjáum, Ave verum corpus og Salutaris Hostia og mun tónskáldið stjórna þessum verkum.
Organistar í messunni eru Hörður Áskelsson og Jónas Þórir Þórisson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt kórfélögum í Kór Bústaðakirkju og þátttakendum á Organistastefnu munu leiða sönginn.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Kristján Valur Ingólfsson annast messuþjónustuna.
Að því búnu halda þátttakendur í Skálholt þar sem þeir dvelja við leiðsögn Tronds Kverno fram til mánudagskvölds.
Það er Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir sem skipuleggur Organistastefnuna.
Tónskáldið mun kynna verk sín fyrir íslenskum organistum og auk þess er Organistastefnan mikilvægur vettvangur til að efla kynni og samstarf meðal organista landsins.
Í tilefni af komu Tronds Kverno verður öll tónlistin í sunnudagsmessu Hallgrímskirkju 9. september eftir hann, og fá kirkjugestir sérstakt sálmablað svo þeir geti tekið vel undir í söngnum. Einnig verða flutt þrjú kórverk; Kristur Jesús sem við sjáum, Ave verum corpus og Salutaris Hostia og mun tónskáldið stjórna þessum verkum.
Organistar í messunni eru Hörður Áskelsson og Jónas Þórir Þórisson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt kórfélögum í Kór Bústaðakirkju og þátttakendum á Organistastefnu munu leiða sönginn.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Kristján Valur Ingólfsson annast messuþjónustuna.
Að því búnu halda þátttakendur í Skálholt þar sem þeir dvelja við leiðsögn Tronds Kverno fram til mánudagskvölds.
Það er Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir sem skipuleggur Organistastefnuna.