Prestafjelag Vestfjarða fagnar 90 árum

18. september 2018

Prestafjelag Vestfjarða fagnar 90 árum

Dagana 19. – 21. ágúst síðast liðna stóð Prestafjelag Vestfjarða fyrir guðfræðiráðstefnu,sem haldin var í Friðarsetrinu í Holti í tilefni af 90 ára afmælis félagsins þann 1. september n.k., undir yfirskriftinni: Hvað varðar Guð um mannréttindi! Fyrirlesarar ráðstefnunar voru þau Dr. Maria Leppäkari framkvæmdarstjóri Sænsku guðfræðistofnunarinnar í Jerúsalem, Dr. sr. Munther Isaac sóknarprestur lútersku kirkjunnar í Betlehem og Nir Cohen, sem er sjálfstætt starfandi rabbíni í Jerúsalem.

Upphafið að þessari ráðstefnu má rekja til endurmenntunnar og fræðsluferðar P.V. til Ísrael og Palestínu í september og október á síðasta ári. Sú ferð tókst í alla staði mjög vel en þar komust félagar í P.V. í kynni við marga áhugaverða fræðimenn m.a. þau sem síðan voru fengin til að koma og flytja erindi á afmælisguðfræðiráðstefnu P.V.

Erindi þeirra allra endurspegluðu samspil trúar og mannréttinda í deilum Ísrael og Palestínu og í því samhengi var velt upp spurningunni hver guðfræði landsins er, í nútímanum og hinu pólitíska samhengi? Er trúin hluti af vandamálinu í deilunni eða er trúin leið til lausnar? Hversu mikil áhrifavaldur er trú í samskiptum og framkomu þegar trú er svo stór hluti af sjálfsmynd einstalkinga, hópa og heillar þjóðar og raun ver vitni. Hvernig er hægt að leiða ólíka hópa til samtals þegar traustið er ekki til staðar. Hvernig sköpum við traust? Hvernig leiðum við slíkt samtal svo raunverulegur árangur náist þegar sýn hópa á sama atburðinn er ger ólíkur? Hvernig geta þeir hópar skrifað og lesið sína sameiginlegu sögu án þess að til áreksta komi? Það sem ekki síst var áhugavert var hvaða lærdóm hægt er að draga af reynslu og starfi þeirra nú þegar öfgahópar verða æ meira áberandi í Evrópu og ekki síst á norðurlöndunum.

Prestafjelag Vestfjarða er fámennasta félagsdeild Prestafélags Íslands og því ljóst að ekkert hefði orðið af þessum viðburði nema með stuðningi Biskups Ísland, Héraðssjóðs Vestfjarðaprófastsdæmis, Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar, Prestafélags Íslands, Vísindasjóði P.Í, Hraðfrystihússins Gunnvör og Sjóvá almennar auk fjölda einstaklinga sem greiddu götu félagsins og lögðu því lið á einn eða annan hátt. Fyrir hönd P.V. þakka ég þeim öllum innilega fyrir velvildina og greiðviknina.

Afmælisfagnaðurinn hélt svo áfram dagana 6. – 14. september þegar P.V. leiddi endurmenntunnar og fræðsluferð, presta, maka þeirra og sóknarnefndarfólks víðs vegar af landinu, til Landsins Helga í samvinnu við sænsku guðfræðistofnunina í Jerúsalem.
  • Viðburður

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði