Héraðsfundur ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum

2. október 2018

Héraðsfundur ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum

Héraðsfundur ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum (Nordic and Baltic Deanery Chapters and Synod) var haldinn í Reykjavík dagana 13.-16. september sl. Var það í fyrsta sinn var héraðsfundur ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum er haldinn á Íslandi. Fundurinn var haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar og helgihald fór fram í Dómkirkjunni.

Alls komu 36 fulltrúar á fundinn, prestar og leikmenn í söfnuðum Ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Prestarnir funduðu fyrst einir frá fimmtudegi og fram á miðjan föstudag. En þá komu leikmennirnir og fundirnir voru sameiginlegir sem eftir var föstudagsins og allan laugardaginn.

Á fimmtudeginum bauð sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prestunum í grillveislu að loknu helgihaldi í Háteigskirkju. Þar var skemmtilegur samfundur með prestum Ensku biskupakirkjunnar og prestum úr Reykjavíkurprófastdæmi vestra.

Á föstudeginum sagði sr. Sveinn Valgeirsson frá Dómkirkjunni sem er meðal minnstu dómkirkna í Evrópu. Eftir hádegi sama dag flutti dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor, áhugaverðan fyrirlestur um loftlagsmálin úr frá Jesaja 1:17-18. En yfirskrift héraðsfundarins fjallaði einmitt um loftlagsmálin. Um kvöldi var boð í Biskupsgarði þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tók á móti fundarmönnum.

Á laugardeginum voru hefðbundin héraðsfundarstörf og biblíulestur. Eftir hádegið fóru fundarmenn til Þingvalla. Fararstjóri var dr. Páll Einarsson prófessor.

Sunnudaginn 16. september lauk fundinum með sameiginlegri messu í Dómkirkjunni þar sem dr. David Hamid, biskup í Evrópubiskupsdæmi Ensku biskupakirkjunnar prédikaði. Í messunni þjónuðu þau Frances Hiller ritari David Hamid biskups, sr. Sveinn Valgeirsson, dómkirkjuprestur, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur Reykjavíkurprófastdæmis vestra og biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi var settur inn í embætti prests Ensku biskupakirkjunnar á Íslandi. Varð það í annað sinn og gert á forsendum Porvoo sáttmálans.

Skemmtileg umfjöllun dr. David Hamid, biskups í Evrópubiskupsdæminu, um fundinn og dagskrána má nálgast á þessari slóð: https://eurobishop.blogspot.com/2018/09/the-nordic-baltic-deanery-synod-meets.html
  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði