Leikandi Landsmót

5. október 2018

Leikandi Landsmót


Framundan er einn stærsti viðburður æskulýðsfélaganna á Íslandi nánar tiltekið Landsmót ÆSKÞ sem verður að þessu sinni á Egilsstöðum helgina 26. – 28. október.

Landsmótsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi mótsins og er vægast sagt mikil tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu. Við hvetjum leiðtoga og presta til að kynna landsmótið vel fyrir sínum félögum en þemað í ár er Leikandi Landsmót.

Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að rjúfa félagslega einangrun og það ætlum við að gera með því að leika okkur! Það verður því mikið lagt upp úr gömlu góðu leikjunum í bland við nýja.

Allar upplýsingar um mótið má finna í hlekk hér að ofan.

Sjáumst á landsmóti!

#leikandilandsmot
  • Æskulýðsmál

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju