Leikandi Landsmót

5. október 2018

Leikandi Landsmót


Framundan er einn stærsti viðburður æskulýðsfélaganna á Íslandi nánar tiltekið Landsmót ÆSKÞ sem verður að þessu sinni á Egilsstöðum helgina 26. – 28. október.

Landsmótsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi mótsins og er vægast sagt mikil tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu. Við hvetjum leiðtoga og presta til að kynna landsmótið vel fyrir sínum félögum en þemað í ár er Leikandi Landsmót.

Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að rjúfa félagslega einangrun og það ætlum við að gera með því að leika okkur! Það verður því mikið lagt upp úr gömlu góðu leikjunum í bland við nýja.

Allar upplýsingar um mótið má finna í hlekk hér að ofan.

Sjáumst á landsmóti!

#leikandilandsmot
  • Æskulýðsmál

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju