Biskup vígir tvo presta

11. október 2018

Biskup vígir tvo presta

Á sunnudaginn vígir biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir tvo guðfræðinga til prests í Dómkirkjunni.

Vígsluþegar eru Henning Emil Magnússon sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og Hjalti Jón Sverrisson sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sem jafnfram lýsir vígslu og sr. Vigfús Bjarni Albertsson.

Athöfnin fer fram sunnudaginn 14. október klukkan 11:00 og er öllum opin.
  • Biskup

  • Embætti

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði