Biskup vígir tvo presta

11. október 2018

Biskup vígir tvo presta

Á sunnudaginn vígir biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir tvo guðfræðinga til prests í Dómkirkjunni.

Vígsluþegar eru Henning Emil Magnússon sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og Hjalti Jón Sverrisson sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sem jafnfram lýsir vígslu og sr. Vigfús Bjarni Albertsson.

Athöfnin fer fram sunnudaginn 14. október klukkan 11:00 og er öllum opin.
  • Biskup

  • Embætti

  • Biskup

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.