Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

12. október 2018

Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

Málþing í kjölfar útgáfu á úrvali rita Lúthers á íslensku í tilefni af siðbótarafmælisári.

Í tilefni af siðbótarafmælinu 2017 var ráðist í útgáfu á úrvali rita Marteins Lúthers á íslensku og voru gefin út tvö bindi með samtals 26 ritum. Af þessu tilefni er boðið er til málþings miðvikudaginn 31. október nk. kl 15:00-18:00 í safnaðarheimili Neskirkju.

Erindi flytja:

Dr. Gunnar Kristjánsson: „Lúther í pólitík. Siðbótarmaðurinn og veraldleg yfirvöld“.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir: „Reynslan sem gerði Lúther að „góðum“ guðfræðingi“.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Samband orðs og trúar í guðfræði Lúthers“.

Dr. Hjalti Hugason: „Að loknu Lúthers-ári – Nokkrar vangaveltur“.

Málþingsstjóri er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Boðið verður upp á veitingar í lok málþingsins.

Allir velkomnir.

  • Ráðstefna

  • Útgáfa

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði