Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

12. október 2018

Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

Málþing í kjölfar útgáfu á úrvali rita Lúthers á íslensku í tilefni af siðbótarafmælisári.

Í tilefni af siðbótarafmælinu 2017 var ráðist í útgáfu á úrvali rita Marteins Lúthers á íslensku og voru gefin út tvö bindi með samtals 26 ritum. Af þessu tilefni er boðið er til málþings miðvikudaginn 31. október nk. kl 15:00-18:00 í safnaðarheimili Neskirkju.

Erindi flytja:

Dr. Gunnar Kristjánsson: „Lúther í pólitík. Siðbótarmaðurinn og veraldleg yfirvöld“.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir: „Reynslan sem gerði Lúther að „góðum“ guðfræðingi“.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Samband orðs og trúar í guðfræði Lúthers“.

Dr. Hjalti Hugason: „Að loknu Lúthers-ári – Nokkrar vangaveltur“.

Málþingsstjóri er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Boðið verður upp á veitingar í lok málþingsins.

Allir velkomnir.

  • Ráðstefna

  • Útgáfa

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju