Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

12. október 2018

Útgáfa á úrvali rita Lúthers á íslensku

Málþing í kjölfar útgáfu á úrvali rita Lúthers á íslensku í tilefni af siðbótarafmælisári.

Í tilefni af siðbótarafmælinu 2017 var ráðist í útgáfu á úrvali rita Marteins Lúthers á íslensku og voru gefin út tvö bindi með samtals 26 ritum. Af þessu tilefni er boðið er til málþings miðvikudaginn 31. október nk. kl 15:00-18:00 í safnaðarheimili Neskirkju.

Erindi flytja:

Dr. Gunnar Kristjánsson: „Lúther í pólitík. Siðbótarmaðurinn og veraldleg yfirvöld“.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir: „Reynslan sem gerði Lúther að „góðum“ guðfræðingi“.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Samband orðs og trúar í guðfræði Lúthers“.

Dr. Hjalti Hugason: „Að loknu Lúthers-ári – Nokkrar vangaveltur“.

Málþingsstjóri er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Boðið verður upp á veitingar í lok málþingsins.

Allir velkomnir.

  • Ráðstefna

  • Útgáfa

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju