Hver á að vera málsvari móður jarðar?

16. október 2018

Hver á að vera málsvari móður jarðar?

Dr. Andrés Arnalds, verkefnisstjóri og fyrrum fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, 21. október, kl. 09:30. Fyrirlesturinn ber heitið: „Hver á að vera málsvari móður jarðar? – Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp.

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af norrænum biskupafundi um loftslagsvá og viðbrögð við henni, sem biskup Íslands hefur boðað til, og haldinn er um helgina.

Andrés Arnalds er doktor í vistfræði og beitarstjórnun og hefur unnið að landgræðslu og gróðurvernd um áratuga skeið. Hann hefur lagt áherslu á leiðir til að auka hlutverk þeirra sem nýta landið í verndun þess og jafnframt mikilvægi slíks starfs til að efla landlæsi, siðferði, færni og ábyrgð í umhverfisvernd. Andrés hefur lengi verið virkur í alþjóðlegu landverndarstarfi og er í fagráði Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Í erindi sínu fjallar Andrés um þá miklu ógn sem steðjar að vistkerfum jarðar og sameiginlegt hlutverk samtaka á sviði lífsgilda, trúar og landverndar í að stuðla að umhverfislega ábyrgri hegðun.

  • Auglýsing

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju