Hver á að vera málsvari móður jarðar?

16. október 2018

Hver á að vera málsvari móður jarðar?

Dr. Andrés Arnalds, verkefnisstjóri og fyrrum fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, 21. október, kl. 09:30. Fyrirlesturinn ber heitið: „Hver á að vera málsvari móður jarðar? – Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp.

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af norrænum biskupafundi um loftslagsvá og viðbrögð við henni, sem biskup Íslands hefur boðað til, og haldinn er um helgina.

Andrés Arnalds er doktor í vistfræði og beitarstjórnun og hefur unnið að landgræðslu og gróðurvernd um áratuga skeið. Hann hefur lagt áherslu á leiðir til að auka hlutverk þeirra sem nýta landið í verndun þess og jafnframt mikilvægi slíks starfs til að efla landlæsi, siðferði, færni og ábyrgð í umhverfisvernd. Andrés hefur lengi verið virkur í alþjóðlegu landverndarstarfi og er í fagráði Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Í erindi sínu fjallar Andrés um þá miklu ógn sem steðjar að vistkerfum jarðar og sameiginlegt hlutverk samtaka á sviði lífsgilda, trúar og landverndar í að stuðla að umhverfislega ábyrgri hegðun.

  • Auglýsing

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.