Þörf á róttækri hugarfarsbreytingu

18. október 2018

Þörf á róttækri hugarfarsbreytingu

Lúterska heimssambandið hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að nýleg skýrsla nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC) valdi áhyggjum. Í ályktuninni er lögð áhersla á mikilvægi þess að hraða aðgerðum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hækkun hitastigs Jarðar við 1,5 gráður.

Í ályktuninni segir að róttæk hugarfars- og samfélagsbreyting sé nauðsynleg til að forðast afleiðingar loftslagsbreytinga og að vernda þau sem eru veikust fyrir.

Í yfirlýsingunni sem kemur frá framkvæmdastjóra Lúterska heimssambandsins Dr. Martin Junge segir að sambandið „hafi skuldbundið sig til að herða á eigin aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Það hafi fengið sterk skilaboð frá 12. þingi Lúterska heimssambandsins um að vera hluti lausnarinnar þegar mannkynið leitar leiða út úr þessari kreppu.“

Lúterska heimssambandið hvetur aðildarkirkjur sínar til að:

Biðja fyrir breyttu og róttæku hugarfari sem hefur sjálfbæran lífsstíl að leiðarsljósi.
Efla meðvitund og vitneskju um loftslagsbreytingar og hvetja meðlimi sína til athafna.
Innleiða leiðir með létt kolefnisfótspor í gegnum skapandi og nýjungagjarnar athafnir.
Hvetja ríkisstjórnir landa sinna til að horfast í augu við loftslagsbreytingar og bregðast við með afgerandi hætti.

Ennfremur hvetur Lúterska heimssambandið samfélag þjóða til að:

Bretta upp ermar til að ná sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna hratt og örugglega og verja mannréttindi.
Tryggja að fundur Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember (COP24) skili róttækum leiðarvísi til að uppfylla Parísarsamkomulagið.
Leggja af mörkum það sem þarf til að draga úr loftslagsbreytingum og bregðast við óæskilegum afleiðingum þeirra.
  • Alþjóðastarf

  • Ályktun

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju