Sýning Ingu S. Ragnarsdóttur ÁHEIT / VOTIV í Hallgrímskirkju

8. nóvember 2018

Sýning Ingu S. Ragnarsdóttur ÁHEIT / VOTIV í Hallgrímskirkju

Sýningu Ingu S. Ragnarsdóttur myndhöggvara ÁHEIT / VOTIV í forkirkju Hallgrímskirkju, lýkur með sýningarspjalli nk. sunnudag 11. nóvember kl. 16.30 og ræðir Rósa Gísladóttir myndlistarfulltrúi Listvinafélags Hallgrímskirkju þar við listakonuna.

Allir eru hjartanlega velkomnir og eru léttar veitingar í boði Listvinafélagsins.

Sýningin fjallar um það hvernig fólk hefur í aldanna rás heitið á Maríu guðsmóður og kirkjuna til þess að biðja um hjálp. Áheit eða fórnargjafir hafa verið hluti ólíkra menningarheima í aldanna rás og þær fyrstu sem vitað er um í Evrópu eru frá steinöld. Sýningin opnaði 20. maí og var framlengd til 11. nóvember. Tugþúsundir gesta hafa séð sýninguna í forkirkju Hallgrímskirkju og nýtur sýningin sín afar vel í rýminu.

Inga S. Ragnarsdóttir myndlistarmaður (f. 1955) er búsett í München, en ólst upp í Reykjavík, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademíuna í München, Diplóma 1987.Starfandi myndlistarmaður bæði í Þýskalandi og á Íslandi frá 1987. Hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða bæði í Þýskalandi og á Íslandi.Hefur auk þess starfað sem sýningarstjóri og unnið að rannsóknum sem tengjast upphafi nútímamyndlistar í íslensku samfélagi. Efni þessara rannsókna vann hún í samstarfi við Krístínu G. Guðnadóttur listfræðing og var það gefið út 2017 í bók sem heitir Útisýningar á Skólavörðuholti 1967-1973. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar víða um heim og útilistaverk hennar eru m.a. á opinberum svæðum í München og Düsseldorf í Þýskalandi.

  • Frétt

  • Menning

  • Viðburður

  • Menning

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju