Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

21. nóvember 2018

Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

Í tilefni af 300 ára afmæli Vídalínspostillu efnir Vídalínskirkja til myndarlegrar dagskrár, sjá betur hér fyrir neðan:

18. nóvember: Hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari flytur ræðu Jóns Vídalíns um reiðina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Guðný Charlotta Harðardóttir og Jóhann Björn Ævarsson leika forspil á píanó og horn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari.

20.-21. nóvember: Fermingarbörn fá fræðslu um Jón Vídalín biskup í safnaðarheimili Vídalínskirkju með efni eftir Matthildi Bjarnadóttur MA í trúbragðafræðum og guðfræðinema.

22. nóvember: Málþing í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 16-18: Hvað mótaði Jón Vídalín biskup? Kristján Valur Ingólfsson fr. vígslubiskup. Af hverju var Vídalínspostillan svona vinsæl? Dr. Torfi Hjaltalín Stéfánsson. Kaffihlé og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur og Jóhann Baldvinsson leikur undir. Hvað sagði Jón Vidalín um sorgina? Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Hvað sagði Jón Vídalín um reiðina? Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Allir hjartanlega velkomnir.

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju