Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

21. nóvember 2018

Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

Vídalínsvika 2018.jpg - mynd

Í tilefni af 300 ára afmæli Vídalínspostillu efnir Vídalínskirkja til myndarlegrar dagskrár, sjá betur hér fyrir neðan:

18. nóvember: Hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari flytur ræðu Jóns Vídalíns um reiðina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Guðný Charlotta Harðardóttir og Jóhann Björn Ævarsson leika forspil á píanó og horn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari.

20.-21. nóvember: Fermingarbörn fá fræðslu um Jón Vídalín biskup í safnaðarheimili Vídalínskirkju með efni eftir Matthildi Bjarnadóttur MA í trúbragðafræðum og guðfræðinema.

22. nóvember: Málþing í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 16-18: Hvað mótaði Jón Vídalín biskup? Kristján Valur Ingólfsson fr. vígslubiskup. Af hverju var Vídalínspostillan svona vinsæl? Dr. Torfi Hjaltalín Stéfánsson. Kaffihlé og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur og Jóhann Baldvinsson leikur undir. Hvað sagði Jón Vidalín um sorgina? Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Hvað sagði Jón Vídalín um reiðina? Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Allir hjartanlega velkomnir.

  • Viðburður

image004.jpg - mynd
19
feb

150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

Febrúarmót ÆSKR fyrir æskulýðsfélög kirkjunnar var haldið um liðna helgi í Vatnaskógi. Að þessu sinni tóku þátt um 150 ungmenni í 8.-10. bekk. Starfsfólk og þátttakendur fylltu húsakost á staðnum. Mótið tókst vel í...

Starfsfólk Árbæjarkirkju.jpg - mynd
15
feb

Árbæjarkirkja verður græn

Starfsfólk Árbæjarkirkju tók á móti viðurkenningarskjali um græna kirkju.
Frá fundi prófasts með prestum og djáknum.JPG - mynd
15
feb

Mikilvægi þess að hittast

Prófastar kalla gjarnan presta og djákna saman til að fund og fara yfir stöðu mála.