Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

21. nóvember 2018

Vídalínsvika í Garðabæ, 300 ára afmæli Vídalínspostillu

Vídalínsvika 2018.jpg - mynd

Í tilefni af 300 ára afmæli Vídalínspostillu efnir Vídalínskirkja til myndarlegrar dagskrár, sjá betur hér fyrir neðan:

18. nóvember: Hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari flytur ræðu Jóns Vídalíns um reiðina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Guðný Charlotta Harðardóttir og Jóhann Björn Ævarsson leika forspil á píanó og horn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari.

20.-21. nóvember: Fermingarbörn fá fræðslu um Jón Vídalín biskup í safnaðarheimili Vídalínskirkju með efni eftir Matthildi Bjarnadóttur MA í trúbragðafræðum og guðfræðinema.

22. nóvember: Málþing í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 16-18: Hvað mótaði Jón Vídalín biskup? Kristján Valur Ingólfsson fr. vígslubiskup. Af hverju var Vídalínspostillan svona vinsæl? Dr. Torfi Hjaltalín Stéfánsson. Kaffihlé og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur og Jóhann Baldvinsson leikur undir. Hvað sagði Jón Vidalín um sorgina? Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Hvað sagði Jón Vídalín um reiðina? Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Allir hjartanlega velkomnir.

  • Viðburður

brosað-með-geit-HK.jpg - mynd
17
des

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er hægt að fá jólagjafir sem geta bjargað mannslífum
Jólatré í opnu rými á Litla-Hrauni.jpg - mynd
17
des

Jólin koma líka í fangelsin

Þó nokkur samheldni kemur í ljós í hópnum og vinabragur svífur yfir vötnum.
Langholtskirkja.jpg - mynd
14
des

Jólasöngvar í Langholtskirkju

Helgina 15. til 16. desember verða jólasöngvar í Langholtskirkju haldnir í 41. skipti