Samvera á aðventu fyrir syrgjendur 12. desember kl. 20 í Háteigskirkju

11. desember 2018

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur 12. desember kl. 20 í Háteigskirkju

Þau sem hafa misst ástvin er boðið að koma á samveru sem sérstaklega er ætluð þeim. Mörgum sem hafa misst ástvin reynist erfitt að halda jól eftir slíkan missi, ekki síst fyrstu jólin. Það getur verið gott að setjast niður í kyrrð og fá tækifæri til að syngja jólasálma, hlusta á söng, heyra jólaguðspjallið og fá tækifæri til að tendra ljós til minningar um ástvini sína.

Þau sem standa að þessari samveru eru Landspítali, Þjóðkirkjan, félagasamtökin Ný Dögun og Ljónshjarta.  Starfsfólk og sjálfboðaliðar þessara aðila starfa mikið með fólki sem er að fylgja aðstandendum sínum í alvarlegum veikindum og einnig að styðja þá ef viðkomandi deyr.

Fyrir marga er erfitt að horfa fram til fyrstu jóla án ástvinar. Margt breytist og það verður áþreifanlegt að einn vantar í hópinn. Að hafa tækifæri til að fara í kirkju og fá að vera syrgjandi getur bæði verið heilandi og kvíðastillandi. Þannig getur jólafriður ríkt þrátt fyrir sorgina. Þá getur verið gagnlegt að lesa bæklinginn Jólin og sorgin á http://sorg.is.

Á samverunni flytur sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir hugvekju, Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, þá verður minningarstund og að lokum er sungið Heims um ból. Samveran verður túlkuð á táknmáli

  • Frétt

  • Sálgæsla

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta