Falleg og áhrifarík stund í Háteigskirkju

14. desember 2018

Falleg og áhrifarík stund í Háteigskirkju

Það var falleg og áhrifarík stund í Háteigskirkju að kvöldi 12. desember. Kirkjan var þéttsetin af syrgjendum sem voru mættir til að eiga saman fallega jólastund. Þessi samvera hefur verið haldin árlega á aðventunni í 19 ár og hefur ævinlega verið fjölmenn. 

Fyrir marga var stundin í senn falleg, áhrifarík og erfið. ,,Við erum mörg að hugsa til þess að halda jól í fyrsta skipti við breyttar aðstæður eftir fráfall ástvinar“, sagði Sigfús Kristjánsson einn kirkjugesta. Þessi stund var því tilfinningarík og gott að eiga hana með mörgum í sömu sporum. Það var áþreifanlega mikil samkennd í kirkjunni.

Sr. Sveinbjörg Pálsdóttir sjúkrahúsprestur flutti hugleiðingu, Hamrahlíðakórinn söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju lék undir jólasálma.

Undir lok athafnarinnar var minningarstund þar sem allir viðstaddir gátu kveikt á kerti og minnst ástvina sinna, undir fallegum orgelleik og söng.

Eftir stundina í kirkjunni var farið upp í safnaðarheimili Háteigskirkju í kaffi, piparkökur og spjall.

Þeir hópar sem standa að þessum atburði eru Þjóðkirkjan og Landspítalinn ássamt félagssamtökunum Ný dögun og Ljónshjarta.

Í kirkjum um allt land kemur fólk saman fyrir jólin, bæði til þess að halda upp á fæðingu frelsarans en einnig til að finna samhug með þeim sem hafa misst ástvin.

  • Frétt

  • Sálgæsla

  • Viðburður

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju