Jólasöngvar í Langholtskirkju

14. desember 2018

Jólasöngvar í Langholtskirkju

Helgina 15. til 16. desember verða jólasöngvar í Langholtskirkju haldnir í 41. skipti. Einsöngvarar að þessu sinni eru Hallveig Rúnarsdóttir og Oddur Arnþór Jónsson en einnig koma fram Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili. Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson stjórna herlegheitunum og sama gamla og góða jólastemningin verður á sínum stað.

Þeir sem hafa komið á jólasöngvana síðustu ár muna eflaust eftir því að hafa heyrt Jón Stefánsson segja frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í kirkjuskipinu í fokheldri Langholtskirkju áður en búið var að koma fyrir gleri í gluggunum. Fólk fékk þá piparkökur og heitt súkkulaði í hléi til að ylja sér. Í ár verða piparkökurnar að sjálfsögðu á sínum stað og minningu Jóns haldið á lofti en hann lést árið 2016.

Frá því að Jón slasaðist árið 2015 hafa jólasöngvarnir verið enn sérstakari í hugum kórfélaga. Þetta var okkar leið til að komast í gegnum sorgina og erfiðleikana. Tónlistin sem við fluttum með honum vakti upp góðar minningar og hlýju í hjarta. Undirrituð var kannski full íhaldssöm þegar nýir stjórnendur tóku við og reyndi að hafa áhrif á að jólasöngvarnir yrðu nákvæmlega eins og áður. Þrátt fyrir breytingar sem reyndust svo góðar á endanum var hátíðleikinn við völd og sama jólasöngva andrúmsloftið myndaðist. Það má því segja að gott jafnvægi hafi myndast á síðasta ári milli hefða og endurnýjunnar.

Enn er hægt að fá miða hér.

Hafdís Maria Matsdóttir, félagi í Kór Langholtskirkju.


  • Frétt

  • Menning

  • Viðburður

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju