Fjölmennar aðventuheimsóknir í Selfosskirkju

18. desember 2018

Fjölmennar aðventuheimsóknir í Selfosskirkju

Á aðventunni hafa komið í heimsókn í Selfosskirkju yfir 1000 börn frá leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólanna. Æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, hefur umsjón með heimsóknunum en hún tekur alltaf á móti hópunum ásamt sr. Guðbjörgu Arnardóttur eða sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur.

Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar kemur að þessum heimsóknum. Fólkið í Selfosskirkju leggur mikinn metnað í að taka vel á móti hópunum og viðhalda því trausti sem ríkir milli skólanna og kirkjunnar. Unnið er eftir þeim reglum sem kirkja og skóli hafa sett sér og byggja þessar fræðsluheimsóknir á þeim. Í upphafi er sungið, fræðst um aðventukransinn og undanfarin ár hefur verið sett á svið leikþáttur þar sem jólaguðspjallinu er fléttað inn. Bönin fengu fræðslu um helstu athafnir sem fara fram í kirkjunni, einnig var rætt um að ekki eru allir í heiminum kristnir og fara því ekki í kirkju. Því væri mikilvægt fyrir okkur að taka vel á móti þeim sem hafa aðra trú en okkar og flytjast til landsins.  Eftir þessu fræðslu um athafnirnar var jólaguðspjallið sett í leikrænan búning en í ár fékk Jósef meiri athygli en oft áður. Starfsfólk Selfosskirkju hefur fundið fyrir mikilli ánægju meðal barnanna og sömuleiðis fulltrúa skólanna. Það er dýrmætt að eiga svo traust samstarf og samtal við leik- og grunnskólanna.

 
  • Æskulýðsmál

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju