Þrettándaakademían 2019

19. desember 2018

Þrettándaakademían 2019

Skálholtsdómkirkja.jpg - mynd

Akademíunefndin: sr. Flóki Kristinsson, sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Magnús Björn Björnsson

Þrettándaakademían í Skálholti 2.- 4. janúar 2019

Yfirskrift: Hvað sjáum við?

Fyrirlesarar verða:

Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fjallar um guðfræði kirkjuhússins sem birtingarmynd kirkjunnar í samtímanum. Einnig verður fjallað um táknheim tímans sem kirkjuárið birtir.

Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistakona fjallar um myndlist sína og greinir frá þeim trúartáknum sem hún vinnur með. Mörg verka Kristínar prýða kirkjurými. Verkið Móðirin var sett upp í kapellu Grafarvogskirkju nýlega.

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, emeritus fjallar um þá trúarlegu úrvinnslu og sýn sem felst í kirkjugöngu. Hann leitast við að svara þeirri spurningu, hvernig kirkjugangan sem slík lýkur upp táknheimi kristninnar?

Áskoranir í þjónustunni: Hvað sjáum við? Lítum til framtíðar.

Hildur Inga Rúnarsdóttir og Vigfús Bjarni Albertsson.

Dagskrá Þrettándaakademíunnar 2019:

Miðvikudagur 2. janúar 2019

Kl.18 Vesper

Kl. 19 Kvöldverður

Kl. 20 Fyrirlestur 1: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson – Táknfræði kirkjuhússins

Kl.22 Completorium

Fimmtudagur 3. janúar 2019

Kl. 9.00 Prima

Kl.9.30 Morgunverður

Kl.10 Fyrirlestur 2: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson – Táknfræði kirkjuársins

Kl.12 Hádegisverður

Kl.13.30 Fyrirlestur 3: Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistakona. Táknfræði myndlistar

Kl. 15 Kaffi

Kl.15.30 - Áskornir

Kl.16.30 - Fyrirlestur 4: Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson – Að sjá og sjá fyrir sér - Helgigöngur. 

Kl.18 Messa í Skálholtsdómkirkju

Kl.19 Kvöldverður

Kl. 20 Kvöldstund með vígslubiskupi sr. Kristjáni Björnssyni

Föstudagur 4. janúar

Kl.09 Prima

Kl.09.30 Morgunverður

Kl.10 Samtal og kosið í Þrettándaakademíunefnd og brottför

Skráning fer fram á skalholt@skalholt.is hjá Hólmfríði.

Heildarkostnaður fyrir þátttakendur er 39.900.- og greiðir Vísindasjóður um 20.000.- án skerðingar fyrir presta sem eiga aðild að sjóðnum. Hægt er að greiða restina með sjóðsinneign eða gera upp á staðnum.

  • Fræðsla

  • Fræðsla

IMG_E0878[1].JPG - mynd
22
mar

Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið í Reykjavík í vikunni
Eðvarð Ing.jpg - mynd
22
mar

Sr. Eðvarð Ingólfsson kveður Akranes

Eftir tæp 22 ár í þjónustu sem sóknarprestur á Akranesi þá lætur sr. Eðvarð Ingólfsson af störfum um næstu mánaðamót.
Hallgrímskirkja Saurbæ.jpg - mynd
19
mar

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar