Yfirlýsing biskups Íslands varðandi fréttaflutning

21. desember 2018

Yfirlýsing biskups Íslands varðandi fréttaflutning

Vegna fréttaflutnings í gær um dóm héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær í máli Páls Ágústs Ólafssonar gegn embætti biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunni skal tekið fram að héraðsdómur féllst ekki á aðalkröfu hans um að verða dæmdur inn í fyrra starf sitt hjá þjóðkirkjunni. Páll hafði sóst eftir að ógilda ákvörðun um niðurlagningu embættis en því var vísað frá dómi. Enn fremur var vísað frá dómi kröfu hans um fjárgreiðslu. Þannig var tveimur af þremur kröfum Páls vísað frá. Bótaskylda sú sem felld var á kirkjuna með dómnum tengist öðru dómsmáli sem er nú fyrir hjá Landsrétti. Það er því langt í frá útkljáð mál og ræður niðurstaðan í seinna dómsmálinu töluvert miklu þar um.


  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju