Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn

11. janúar 2019

Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn

Nú á sunnudaginn hefst sunnudagaskólinn á nýju ári. Nokkrar kirkjur gátu þó ekki beðið og hófu leikin í síðustu viku. Það er líf og fjör í sunnudagaskólanum, þar eru sagðar biblíusögur, sungið, föndrað, horft á leikrit og stundum er sýnt myndband.
Ýmsar persónur koma við sögu í myndböndunum í sunnudagaskólanum t.d. Nebbi nú, Tófa, Hafdís og Klemmi og fleiri. Þennan vetur höfum við einbeitt okkur að sögum af Jesú og næsta sunnudag er saga af kraftaverki. Sunnudagaskóli er í boði í mörgum kirkjum landsins og um að gera að kanna hvað er í boði.

 


Myndir með frétt

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju