Ritröð Guðfræðistofnunar nú aðgengileg öllum

15. janúar 2019

Ritröð Guðfræðistofnunar nú aðgengileg öllum

Öll tölublöð Ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands eru nú aðgengileg lesendum í opnu og stafrænu formi. Ritröðin hefur verið gefin út í opinni vefútgáfu frá 2014 og nú hafa öll eldri prentuð tölublöð ritraðarinnar verið gerð lesendum aðgengileg á stafrænu safni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, timarit.is. Fyrir vikið er ritið ekki lengur aðeins aðgengilegt tiltölulega fámennum áskrifendahópi heldur öllum sem vilja og geta nálgast það í rafrænu formi.

Annað tölublað ársins 2018 var nýverið gefið út og það má nálgast á vefsvæði ritraðarinnar. Efni þessa heftis er fjölbreytt og höfundar bæði úr hópi kennara í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og fræðimanna sem fjalla um viðfangsefni sem tengjast guðfræðinni á einn eða annan hátt frá sjónarhorni sinna fræðigreina.

Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor hefur tekið við ritstjórn Ritraðarinnar af Rúnari Má Þorsteinssyni prófessor sem gegn hefur ritstjórastöðunni síðustu fjögur ár.

Nánar má lesa um nýjustu útgáfu ritraðarinnar á vef Háskóla Íslands.

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna