Söngdagur með kirkjukórum í Skagafirði

15. janúar 2019

Söngdagur með kirkjukórum í Skagafirði

Sunnudaginn 13. janúar komu kirkjukórar í Skagafirði saman til söngdags á Löngumýri.

Fimm organistar; Stefán Gíslason, Rögnvaldur Valbergsson, Sveinn Árnason, Anna María Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason komu með sitt fólk, um 50 manns og sungu kórlög og kynntu sér nýja sálma undir leiðsögn Margrétar Bóasdóttur, söngmálastjóra.

Að venju voru glæsilegar kaffiveitingar á Löngumýri og söngdeginum lauk með helgistund þar sem Dalla Þórðardóttir, prófastur sem skipulagði daginn ásamt söngmálastjóra, flutti ritingarorð, sr. Halla Rut Stefánsdóttir leiddi bænir og vígslubiskup Solveig Lára Guðmundsdóttir lýsti blessun.

Ákveðið var að halda næsta samsöngsdag kirkjukóra með Húnvetningum á sama tima að ári.

Mynd frá söngdeginum tekin af Gunnari Rögnvaldssyni.

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju