„Er stofnanakristni að verða búin?“

22. janúar 2019

„Er stofnanakristni að verða búin?“

Fundur um kirkjuna í nærumhverfi sínu

„Er stofnanakristni að verða búin?“ Þannig var spurt á fundi 9. janúar s.l. um kirkjuna í nærumhverfi sínu. Fundurinn var liður í málfundaröð undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn óskast“ sem haldnir verða fram á vor.

Á fundinum voru lagðar til grundvallar spurningar um þjónustu kirkjunnar við almenning  í söfnuðum og rætt um það starf sem boðið er upp á í hverri sókn, s.s. helgihald, barna- og æskulýðsstarf og öldrunarstarf. Því var haldið fram að kirkjurnar störfuðu í of mörgum litlum skipulagsheildum. Þannig mætti ná hagræðingu með því að sameina prestaköll, - t.d. að prófastsdæmin í Reykjavík störfuðu hvort um sig sem ein starfseining, enda væru sóknarmörk á höfuðborgarsvæðinu löngu úrelt.

Þá var sett fram sú skoðun að hin hefðbundna „stofnanakristni“ sem einkennt hefur Þjóðkirkjuna, þ.e. sem stofnun sem býður upp á embættisverk, s.s. skírn, fermingu, giftingu og jarðarför væri að renna sitt skeið. Fólk leitaði síður til kirkjunnar með slíka þjónustu en áður, - þjónustu sem liti að tímamótum í ævi þess.

Fram kom að Þjóðkirkjan þyrfti að breytast meira í átt að hreyfingu en stofnun, þar sem fólk kæmi meira að starfinu í kirkjunni sem sjálfboðaliðar. Ef til vill hefðu aukin fjárráð kirknanna á sinni tíð dregið úr sjálfboðnu starfi og breytt eðli kirkjunnar í þá veru að verða meiri stofnun.

Næsti málfundur um framtíðarsýn fyrir kirkjuna verður haldinn mánudaginn 11. febrúar. Þá verður rætt um stjórnsýslu kirkjunnar, t.d. hvort skipulag á kirkjustjórninni sé of flókið, um miðstýringu  og starfsmannavanda. Fundurinn verður kynntur sérstaklega síðar.

Halldór Reynisson

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju