Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

7. febrúar 2019

Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

Laga- og regluumhverfi kirkjustarfsins, m.a. starfsmannamál og starfsmannavandi verða til umfjöllunar á málfundi í safnaðarheimili Háteigskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 12-13:30. Þá verður rætt um hvort skipulag kirkjunnar sé orðið of flókið og standi jafnvel starfinu fyrir þrifum. 

Framsögu um efnið hefur sr. Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar.

Fundurinn er hluti af málfundaröð undir undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn óskast!“ sem stendur fram á vor. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð, súpu og brauð á kr. 1500.

  • Frétt

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli
vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur