Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

7. febrúar 2019

Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

Laga- og regluumhverfi kirkjustarfsins, m.a. starfsmannamál og starfsmannavandi verða til umfjöllunar á málfundi í safnaðarheimili Háteigskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 12-13:30. Þá verður rætt um hvort skipulag kirkjunnar sé orðið of flókið og standi jafnvel starfinu fyrir þrifum. 

Framsögu um efnið hefur sr. Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar.

Fundurinn er hluti af málfundaröð undir undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn óskast!“ sem stendur fram á vor. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð, súpu og brauð á kr. 1500.

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju