Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

7. febrúar 2019

Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

Laga- og regluumhverfi kirkjustarfsins, m.a. starfsmannamál og starfsmannavandi verða til umfjöllunar á málfundi í safnaðarheimili Háteigskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 12-13:30. Þá verður rætt um hvort skipulag kirkjunnar sé orðið of flókið og standi jafnvel starfinu fyrir þrifum. 

Framsögu um efnið hefur sr. Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar.

Fundurinn er hluti af málfundaröð undir undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn óskast!“ sem stendur fram á vor. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð, súpu og brauð á kr. 1500.

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni