Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

7. febrúar 2019

Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

Sunnudaginn 27. janúar sá fræðslusvið Biskupsstofu um fjölskyldumessu í Háteigskirkju í Reykjavík. Í messunni var prófað nýtt messuform sem fræðslusvið er að kynna fyrir æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Æskulýðsdagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í mars ár hvert. Messan gekk ljómandi vel og var vel tekið í nýja messuformið.

Í messunni var unnið með áhersluatriði æskulýðsdagsins sem eru umhverfismál og hjálparstarf. Nokkrar bænastöðvar voru settar upp í kirkjunni og margar leiðir til að bera bænir fram kynntar. Þekkt sunnudagaskólalög voru sungin og brúður komu í heimsókn.

Hildur Björk Hörpudóttir og Sindri Geir Óskarsson leiddu stundina en Magnea Sverrisdóttir og Sigfús Kristjánsson spreyttu sig í brúðuleik og hreyfisöngvum.  Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju stjórnaði tónlistarflutningi og sá um undirleik.

Vel var mætt í stundina og að henni lokinni var boðið upp á pylsur og djús. 

 

  • Frétt

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli