Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

7. febrúar 2019

Fjölskyldumessa í Háteigskirkju

Sunnudaginn 27. janúar sá fræðslusvið Biskupsstofu um fjölskyldumessu í Háteigskirkju í Reykjavík. Í messunni var prófað nýtt messuform sem fræðslusvið er að kynna fyrir æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Æskulýðsdagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í mars ár hvert. Messan gekk ljómandi vel og var vel tekið í nýja messuformið.

Í messunni var unnið með áhersluatriði æskulýðsdagsins sem eru umhverfismál og hjálparstarf. Nokkrar bænastöðvar voru settar upp í kirkjunni og margar leiðir til að bera bænir fram kynntar. Þekkt sunnudagaskólalög voru sungin og brúður komu í heimsókn.

Hildur Björk Hörpudóttir og Sindri Geir Óskarsson leiddu stundina en Magnea Sverrisdóttir og Sigfús Kristjánsson spreyttu sig í brúðuleik og hreyfisöngvum.  Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju stjórnaði tónlistarflutningi og sá um undirleik.

Vel var mætt í stundina og að henni lokinni var boðið upp á pylsur og djús. 

 

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju