Bannfæring

14. febrúar 2019

Bannfæring

Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum. Fátt lýsir betur samfélögum, eðli þeirra og uppbyggingu en að rýna í skráðar og óskráðar reglur um útskúfun. Slíkar hugmyndir birtast á öllum tímum og þar er samtími okkar engin undantekning. Innan kirkjunnar var talað um bannfæringar (excommunicatio) sem fólu í sér að fólk fékk ekki að ganga til altaris („sett út af sakrametinu“) eða var einangrað með öðrum hætti þar til yfirbót hafði farið fram.

Guðfræðingarnir Bjarni Randver Sigurvinsson og Skúli S. Ólafsson sjá um dagskrána og byggja umræðuna á rannsóknum á sviði sagnfræði og félagsfræði á trúarhreyfingum og taka dæmi úr frásögnum, dómabókum og öðrum heimildum.

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju