150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

19. febrúar 2019

150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

Febrúarmót ÆSKR fyrir æskulýðsfélög kirkjunnar var haldið um liðna helgi í Vatnaskógi.

Að þessu sinni tóku þátt um 150 ungmenni í 8.-10. bekk. Starfsfólk og þátttakendur fylltu húsakost á staðnum. Mótið tókst vel í alla staði og þátttakendur nutu sín í leik og fræðslu í frábæru umhverfi frá föstudegi til sunnudags. Sérlega góður andi vináttu og kærleika ríkti alla helgina.

Æskulýðsfélögin kepptu í leikjum, spurningakeppni og skemmtiatriðakeppni. Erna Kristín Stefánsdóttir hélt uppbyggjandi fræðsluerindi um jákvæða sjálfs- og líkamsímynd ungmenna sem eru undir stöðugum þrýstingi frá samfélagsmiðlum.

Stjórn ÆSKR þakkar öllum þátttakendum og starfsfólki fyrir frábæra helgi!

Fyrir þá sem ekki vita þá stendur ÆSKR fyrir Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmunum.

  • Æskulýðsmál

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju