150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

19. febrúar 2019

150 ungmenni á febrúarmóti ÆSKR í Vatnaskógi

Febrúarmót ÆSKR fyrir æskulýðsfélög kirkjunnar var haldið um liðna helgi í Vatnaskógi.

Að þessu sinni tóku þátt um 150 ungmenni í 8.-10. bekk. Starfsfólk og þátttakendur fylltu húsakost á staðnum. Mótið tókst vel í alla staði og þátttakendur nutu sín í leik og fræðslu í frábæru umhverfi frá föstudegi til sunnudags. Sérlega góður andi vináttu og kærleika ríkti alla helgina.

Æskulýðsfélögin kepptu í leikjum, spurningakeppni og skemmtiatriðakeppni. Erna Kristín Stefánsdóttir hélt uppbyggjandi fræðsluerindi um jákvæða sjálfs- og líkamsímynd ungmenna sem eru undir stöðugum þrýstingi frá samfélagsmiðlum.

Stjórn ÆSKR þakkar öllum þátttakendum og starfsfólki fyrir frábæra helgi!

Fyrir þá sem ekki vita þá stendur ÆSKR fyrir Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmunum.

  • Æskulýðsmál

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.