Hjálparorð fangans – orð til íhugunar, kemur út öðru sinni

21. febrúar 2019

Hjálparorð fangans – orð til íhugunar, kemur út öðru sinni

Árið 1993 kom út bókin Hjálparorð fangans - orð til íhugunar og bænir, eftir Hrein S. Hákonarson, fangaprest þjóðkirkjunnar.

Nú er komin önnur útgáfa af þessari bók, stytt og endurskoðuð. Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar gefur hana út eins og hina fyrri.

Í bókinni er að finna íhuganir sem eru sérstaklega ætlaðar föngum; hver íhugun byggir á ákveðnum ritningarstað. Þá er að finna nokkur kjarnaatriði kristinnar trúar í bókinni, eins og boðorðin tíu og postullegu trúarjátninguna auk nokkurra kunnra bæna.

Fyrsta útgáfan sem kom út fyrir rúmum 25 árum er löngu gengin til þurrðar. Bókinni er dreift endurgjaldslaust til fanga í fangelsum landsins en þeir kunnu að meta bókina á sínum tíma og ekki ástæða til að ætla en að þau sem eru nú í fangelsum landsins taki endurútgáfunni vel.

Bókin er gefin út með aðstoð kirkjunnar og nokkurra valinkunnra einstaklinga.

  • Frétt

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli
vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur