Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju

21. febrúar 2019

Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju

Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju, tjaldkirkjunni í Mjódd, á þessu ári verður sunnudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.

Umfjöllunarefni messunnar n.k. sunnudag verður: "Blessun brauðs og víns".

Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og Gospelkór Smárakirkju leiðir tónlistina ásamt Matthíasi V. Baldurssyni og Páli Magnússyni.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, allt frá haustinu 1997.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna