Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

26. febrúar 2019

Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

Sunnudaginn 24. febrúar sameinuðust kirkjukórar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals í söng á nýjum og eldri sálmum undir stjórn Mayu Worthmann og Marte Strandbakken. Með þeim lék jazztríó skipað Þór Breiðfjörð söngvara, Jóni Rafnssyni, á bassa og Vigni Þór Stefánssyni á píanó. Einar Bragi Bragason,skólastjóri Tónlistarskólans á Patreksfirði, skreytti flutninginn með saxófón- og flautublæstri.

Þetta verkefni var í umsjá söngmálastjóra og Kristjáns Arasonar, sóknarprests, með stuðningi frá 5 alda nefnd Lútersársins, Héraðssjóði prófastdæmisins og sveitarfélaganna.

Dagskráin var undirbúin með góðum fyrirvara og síðan var æfingardagur á laugardag og tónleikadagskráin á sunnudag. Áheyrendur gerðu mjög góðan róm að dagskránni og var sérlega ánægjulegt að vinna með þessu góða og áhugasama kirkjufólki.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.
  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju