26. febrúar 2019
Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

Þetta verkefni var í umsjá söngmálastjóra og Kristjáns Arasonar, sóknarprests, með stuðningi frá 5 alda nefnd Lútersársins, Héraðssjóði prófastdæmisins og sveitarfélaganna.
Dagskráin var undirbúin með góðum fyrirvara og síðan var æfingardagur á laugardag og tónleikadagskráin á sunnudag. Áheyrendur gerðu mjög góðan róm að dagskránni og var sérlega ánægjulegt að vinna með þessu góða og áhugasama kirkjufólki.
Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.