57. Kirkjuþingi lýkur um helgina

1. mars 2019

57. Kirkjuþingi lýkur um helgina

Laugardaginn 2. mars hefst framhaldskirkjuþing í Háteigskirkju.

Verða þá afgreidd mál sem ekki náðist að ljúka á kirkjuþingi í nóvember á síðasta ári. Einnig verða tekin fyrir nokkur ný mál. Þingið hefst klukkan 10 um morguninn og lýkur eftirmiðdag sunnudags.
Meðal þess sem rætt verður eru tillögur um sameiningu prestakalla og tillaga að starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kyndbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.

Dagskrá þingsins í heild sinni má nálgast hér á síðunni að kvöldi 1. mars.

Tillögur um sameiningu eftirfarandi prestakalla koma til umræðu:

• Eyrabakka-, Hveragerðis-, Selfoss- og Þorlákshafnarprestaköll í Suðurprófastsdæmi verði sameinuð í eitt prestakall Árborgar- og Ölfusprestakall.
• Sameiningu Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalla í Vestfjarðaprófastsdæmi í eitt prestakall, Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.
• Akureyrar- og Laugalandsprestaköll í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sameinist í eitt prestakall, Eyjafjarðarprestakall.
• Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinist í eitt prestakall, Austfjarða-prestakall.


  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.