Alþjóðlegur bænadagur kvenna í 60 ár

1. mars 2019

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í 60 ár

Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í samfellt 60 ár, frá árinu 1959. Dagurinn er ávallt fyrsta föstudag í mars sem nú ber upp á 1. mars.

Á hverju ári er sent út efni sem kristnar konur í ákveðnu landi hafa skrifað. Að þessu sinni eru það konur í Slóveníu sem senda sögur sínar og bænir. Bæna- og samverustundir eru haldnar víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er samvera í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, kl. 18:00.

Kristján Hrannar og Óháði kórinn annast tónlistina og konur úr undirbúningsnefnd bænadagsins á Íslandi flytja lestra og bænir og segja frá aðstæðum kvenna í Slóveníu. Léttar veitingar á eftir. Alþjóðlegur bænadagur kvenna á sér rætur í bænahópum kvenna í N-Ameríku á 19. öld en fór að breiðast út um heiminn á fyrri hluta 20. aldar.

Þann 8. mars 1935 var dagurinn fyrst haldinn hérlendis og þá á vegum Kristniboðsfélags kvenna en frá árinu 1959 hefur hann verið árviss viðburður, í samfellt 60 ár. Fyrstu þrjá áratugina var bænadagurinn í umsjá Hjálpræðisherskvenna. Árið 1964 hafði Auður Eir Vilhjálmsdóttir forystu að því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa bænadaginn og hefur verið svo æ síðan, í 55 ár.

Allir velkomnir. 

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju